Gabríel Sindri farinn frá Hamri

Gabríel Sindri Möller. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn hafa misst sterkan leikmann í baráttunni í 1. deild karla í körfubolta en Gabríel Sindri Möller hefur gengið til liðs við úrvalsdeildarlið Skallagríms í Borgarnesi.

Gabríel Sindri er uppalinn Njarðvíkingur og var á láni frá Njarðvík í Hveragerði. Hann hefur staðið sig vel í vetur og átt 10,9 stig, 3 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þessi 19 ára gamli leikstjórnandi spilaði með Gnúpverjum í 1. deild karla á síðustu leiktíð og hefur spilað fjölmarga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Karfan.is greinir frá þessu.

Fyrri greinLeikskólagjöld felld niður fyrir elsta árganginn
Næsta greinGuðjón Baldur og Ísak fengu brons í Þýskalandi