Fyrstu titlar Smára og Brynhildar í fullorðinsflokkum

Fjórðungsglíma Suðurlands fór fram í íþróttahúsinu í Reykholti í Biskupstungum fimmtudaginn 28. nóvember sl. Smári Þorsteinsson og Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir urðu fjórðungsmeistarar í fyrsta sinn.

Alls sendu sex félög 55 keppendur til leiks, en rétt til þátttöku eiga allir félagar á svæðinu frá Skeiðará að Hvalfjarðarbotni að Reykjavík undanskilinni. Keppnin fór fram á þremur dýnulögðum völlum í yngri flokkunum en á einum gólfvelli í fullorðinsflokkum.

Smári og Brynhildur Hrönn unnu sína fyrstu fjóðungsmeistaratitla í fullorðinsflokkunum. Meistarar síðasta árs, þau Marín Laufey Davíðsdóttir og Stefán Geirsson voru ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Marín vegna meiðsla og Stefán formaður Glímuráðs HSK sá um mótsstjórn og dæmgæslu á mótinu.

Hér má sjá verðlaunahafa mótsins, en heildarúrslit eru á www.hsk.is.

Verðlaunahafar:

Karlar 16 ára og eldri Félag
1. Smári Þorsteinsson Bisk.
2. Þorgils Kári Sigurðsson Þjótanda
3. Egill Björn Guðmundsson Bisk.

Konur 16 ára og eldri Félag
1. Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir Bisk.
2. Sóley Þrastardóttir Njarðvík
3. Guðrún Inga Helgadóttir. Þjótanda

Sveinar 15 ára
1. Egill Björn Guðmundsson Bisk.
2. Þorgils Kári Sigurðsson Þjótanda
3. Jón Gunnþór Þorsteinsson Þjótanda

Meyjar 14 – 15 ára
1. Hanna Kristín Ólafsdóttir Þjótanda
2. Annika Rut Arnarsdóttir Garpi

Piltar 13 – 14 ára Félag
1. Bjarni Darri Sigfússon Njarðvík
2. Eiður Helgi Benediktsson Garpi
3. Gústaf Sæland Bisk.

Stúlkur 13 ára
1. Sigríður Magnea Kjartansdóttir Bisk.
2. Jana Lind Ellertsdóttir Garpi
3. Laufey Ósk Jónsdóttir Bisk.

Strákar 12 ára
1.Sindri Ingvarsson Dímon
2. Sölvi Freyr Svavarsson Bisk.
3. Gestur Jónsson Dímon

Stelpur 12 ára
1. Sigurlín Franziska Arnarsdóttir Garpi
2. Rósa Kristín Jóhannesdóttir Bisk.
3. Dórothea Oddsdóttir Dímon

Strákar 11 ára Félag
1. Kristján Bjarni Indriðason Dímon
2. Finnur Þór Guðmundsson Laugdælum
3. Karl Jóhann Einarsson Bisk.

Stelpur 11 ára
1. Hildur Jónsdóttir Garpi
2. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir Dímon
3. Arndís Arnardóttir Garpi

Strákar 10 ára og yngri
1.-2. Bjarni Már Sigurðsson Dímon
1.-2. Ólafur Magni Jónsson Bisk.
3. Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson Bisk.

Stelpur 10 ára og yngri
1. Oddný Benónýsdóttir Dímon
2. Guðný Salvör Hannesdóttir Garpi
3. Freyja Benónýsdóttir Dímon

Fyrri greinHerrakvöld tilvalið í innkaupin
Næsta greinÁrborg kaupir Múla