Selfoss tapaði sínum fyrstu stigum í 2. deild kvenna í knattspyrnu í sumar þegar liðið tók á móti ÍH í A-úrslitum deildarinnar í kvöld.
Björgey Njála Andreudóttir kom Selfyssingum yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var markalaus, allt fram á þriðju mínútu uppbótartímans að ÍH jafnaði og lokatölur urðu 1-1.
Með sigri í kvöld hefði Selfoss tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári, en engar líkur eru á öðru en að það gerist á næstu vikum.
