Fyrstu stig Selfoss í deildinni

Selfyssingar báru sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbæ í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld með þremur mörkum gegn engu. Þetta var fyrsti sigur Selfoss í deildinni í sumar.

Sigur Selfyssinga var nokkuð öruggur og hefðu þær vínrauðu geta hæglega bætt við tveimur til þremur mörkum til viðbótar. Gestirnir frá Selfossi fóru vel af stað, og virtust spila sig vel saman, sem er skref í rétta átt í erfiðri deild og vörnin sýndi af sér meira öryggi en í síðasta leik. Selfyssingar voru sterkari allan tímann og Afturelding ógnaði í raun aldrei í leiknum.

Breytingar urðu á liðsuppstillingu Selfyssinga frá í síðasta leik, Celeste Boureille, nýr tvítugur leikmaður kom inn á kantinn og spilaði mjög vel. Þá kom Bergrún Björgvinsdóttir inn í vörnina.

Það voru landsliðskonurnar í liði Selfoss sem sáum um að skora mörkin, Guðmunda Óladóttir skoraði tvö mörk, annars vegar á 20. mínútu og svo á 65. mínútu, og Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt mark á 24. mínútu. Þær áttu svo nokkur prýðisfæri en fleiri urðu mörkin ekki.

Fyrri greinHamar í 16-liða úrslitin
Næsta greinEllefu leikmenn á einu bretti