Fyrstu stig KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga vann sinn fyrsta sigur í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði á Hvolsvelli í dag.

Rangæingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Helgi Ármannsson og Lárus Viðar Stefánsson tryggðu KFR 2-0 forystu fyrir leikhlé.

Leikurinn var jafnari í síðari hálfleik þar sem bæði lið áttu sín færi en þrátt fyrir að eiga hættulegri færi tókst Rangæingum ekki að bæta við mörkum.

KFR er í 8. sæti 3. deildarinnar með 3 stig.

Fyrri greinSumarlestur hafinn í Hveragerði
Næsta greinLögreglan með eftirlit úr lofti