Fyrstu stig Ægis

Ægir vann góðan útisigur á KV í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 1-3.

KV komst yfir á 19. mínútu en Uchenna Onyeador jafnaði fyrir Ægi á 44. mínútu.

Það voru síðan tvö mörk frá Kristjáni Þorkelssyni sem gerðu út um leikinn í síðari hálfleik en hann kom Ægi í 1-2 á 67. mínútu og kórónaði svo góðan sigur liðsins á 84. mínútu.

Ægir er nú í 3. sæti deildarinnar með 3 stig en velflest liðin fyrir neðan eiga leik til góða á Ægi.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍR á Þorlákshafnarvelli, laugardaginn 23. maí.

Fyrri grein„Úrslitin alveg grátleg“
Næsta greinDagný hannaði verðlaunagripinn