Fyrstu sigrar Jóhanns og Ívars

Selfyssingar unnu tvöfalt í 2. umferð Íslandsmótsins í torfæru um síðustu helgi en Jóhann Rúnarsson og Ívar Guðmundsson sigruðu hvor í sínum flokknum.

Reyndar unnu Selfyssingar þrefaldan sigur í sérútbúna flokknum því á eftir Jóhanni komu Dagbjartur Jónsson á Dýrlingnum í sinni fyrstu keppni og Benedikt Sigfússon á Hlunknum. Keppni í sérútbúna flokknum var spennandi en aðeins skildu 320 stig að fyrsta og fjórða sætið.

Róbert Agnarsson varð fimmti á Heimasætunni eftir góðan akstur en skiptingin fór í bílnum hjá honum í næstsíðustu braut og því komst hann ekki í tímabrautina. Benedikt Eiríksson varð síðan sjöundi á Tíkinni. Tilþrifaverðlaunin féllu í skaut Dagbjarti sem var óspar á gjöfina í sinni fyrstu keppni.

Í götubílaflokknum sigraði Ívar Guðmundsson á Kölska en mikil keppni var um þrjú fyrstu sætin.

Með sigrinum tekur Jóhann forystuna í stigakeppni til Íslandsmeistara í sérútbúna flokknum en Ívar er í 2. sæti í flokki götubíla.

Staðan í Íslandsmótinu að lokinni 2. umferð:
Sérútbúnir:

1. Jóhann Rúnarsson – 43 stig
2. Ólafur Bragi Jónsson – 25 stig
3. Benedikt Helgi Sigfússon – 23 stig
4. Leó Viðar Björnsson – 23 stig
5. Róbert Agnarsson – 22 stig
6. Daníel Ingimundarson – 22 stig
7. Dagbjartur Jónsson – 18 stig
8. Garðar Sigurðsson – 6 stig
9. Benedikt Eiríksson – 6 stig

Götubílar:
1. Stefán Bjarnhéðinsson – 43 stig
2. Ívar Guðmundsson – 40 stig
3. Ingólfur Guðvarðarson – 27 stig
4. Sævar Már Gunnarsson – 20 stig
5. Steingrímur Bjarnason – 18 stig
6. Magnús Sigurðsson – 12 stig

Myndir frá keppninni á heimska.com má skoða hér.