Fyrstu landsleikir Kristrúnar og Perlu

Þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir, leikmenn Selfoss, voru báðar valdar í A-landslið kvenna í nóvember í fyrsta sinn, þegar liðið lék þrjá æfingaleiki við Þýskaland og Slóvakíu.

Fyrsti leikurinn var gegn Þjóðverjum, leikurinn fór fram í Dresden í Þýskalandi og var full höll og mikil stemming á leiknum. Þýskaland vann leikinn örugglega 32-19 eftir að hafa verið yfir 17-12 í hálfleik.

Liðið lék síðan tvo leiki gegn Slóvakíu og vann þá báða með tveggja marka mun. Fyrri leikinn unnu þær 28-26 og þann seinni 27-25.

Perla Ruth var í byrjunarliði í öllum þremur leikjunum og skoraði í þeim samtals 10 mörk, þar af var hún markahæst í seinni leiknum gegn Slóvakíu ásamt Þórey Rósu með 7 mörk. Hún stóð sig einnig mjög vel í vörninni. Kristrún komst ekki á blað í leikjunum en það er ljóst að stelpurnar hafa báðar öðlast dýrmæta reynslu með sínum fyrstu landsleikjum.

Fyrri greinStigasöfnun FSu gengur illa
Næsta greinEyrún ráðin í Ölfusið