Fyrstu afrekssamningar GOS

Kylfingarnir Andri Páll Ásgeirsson og Alexandra Eir Grétarsdóttir skrifuðu í gær undir afrekssamninga við Golfklúbb Selfoss.

Þetta er í fyrsta skipti sem félagið gerir samninga sem þessa en Andri Páll og Alexandra eru efnilegustu kylfingar golfklúbbsins. Með samningnum styður GOS við bakið á þeim svo að þau geti náð sem bestum árangri í sinni íþrótt.

Andri Páll og Alexandra voru bæði tilnefnd í kjörinu til íþróttamanns ársins í Árborg sem lýst var í gærkvöldi.