Fyrstu A-landsleikir þriggja Selfyssinga

Leikmenn og aðstoðarþjálfari Selfoss og U23 ára landsliðsins. (F.v.) Barbára Sól, Katla María, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Unnur Dóra og Áslaug Dóra. Ljósmynd/Aðsend

Þrír leikmenn kvennaliðs Selfoss spiluðu í dag sinn fyrsta A-landsleik í knattspyrnu þegar U23 ára lið Íslands sigraði A-landslið Eistlands 2-0 á útivelli í vináttuleik.

Barbára Sól Gísladóttir, Katla María Þórðardóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir voru allar í byrjunarliðinu og á 63. mínútu var Katla María tekin af velli fyrir Unni Dóru Bergsdóttur.

Þar sem Eistland tefldi fram A-landsliði sínu þá telst leikurinn sem A-landsleikur. Þannig voru Unnur Dóra, Katla María og Áslaug Dóra að spila sinn fyrsta A-landsleik og Barbára Sól sinn þriðja.

Markaskorarar Íslands í leiknum voru Dagný Rún Pétursdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, en Sólveig er ættuð úr Flóanum, eins og nafnið bendir til.

Fyrri greinHeimaliðið sterkara í lokin
Næsta greinSamfélag án fordóma