Fyrsti titill Þórsara í meistaraflokki

Þór Þorlákshöfn tryggði sér í kvöld sinn fyrsta titil í meistaraflokki karla í körfubolta þegar liðið sigraði KR í meistarakeppni KKÍ.

Þór tapaði fyr­ir KR í bikar­úr­slita­leikn­um á síðasta tíma­bili og var þess vegna and­stæðing­ur Íslandsmeistara KR í meist­ara­keppn­inni í kvöld.

Þór leiddi leikinn nánast allan tímann en leikurinn var þó spennandi í lokin. KR komst yfir um miðjan fjórða leikhluta en þá stigu Þórsarar upp aftur og kláruðu leikinn af öryggi. Lokatölur 69-74.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 28 stig/6 fráköst/6 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 22 stig/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 11 stig/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8 stig/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3 stig/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 2 stig, Ragnar Örn Bragason 4 fráköst.

Keppni í Domino’s-deildinni hefst á fimmtudagskvöld en þá heimsækja Þórsarar Grindavík.

Fyrri greinSigurður Ingi kosinn formaður Framsóknarflokksins
Næsta grein32 kærðir fyrir hraðakstur