Hamar vann langþráðan sigur í 2. deild kvenna knattspyrnu í kvöld þegar KÁ kom í heimsókn á Grýluvöll. Lokatölur urðu 2-1 og var þetta fyrsti sigur Hamarskvenna í sumar.
Hvergerðingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleiknum en ísinn brast ekki fyrr en á 43. mínútu þegar Brynhildur Sif Viktorsdóttir kom boltanum í netið.
Staðan var 1-0 í hálfleik en gestirnir frá Ásvöllum náðu að jafna metin í upphafi fyrri hálfleiks. Bæði lið áttu ágætar sóknir í kjölfarið en færin voru fá og lítil hætta á ferðum upp við mörkin.
Á 81. mínútu slapp Tara Tíbrá Ríkharðsdóttir innfyrir en markvörður KÁ felldi hana og vítaspyrna var réttilega dæmd. Íris Sverrisdóttir var svöl á punktinum og skoraði af öryggi. KÁ sótti í sig veðrið á lokakaflanum og fékk gott færi úr aukaspyrnu í uppbótartímanum en Fanney Úlfarsdóttir, markvörður Hamars, varði meistaralega og tryggði þeim bláu þrjú stig.
Með sigrinum lyftir Hamar sér upp í 10. sæti deildarinnar með 4 stig.