Fyrsti sigur Uppsveita – Hamar skoraði sjö

Basilio Jordán og Rodrigo Depetris skoruðu báðir í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tíðindi urðu í 4. deild karla í knattspyrnu í dag því að Uppsveitir náðu loks í sín fyrstu stig í deildinni með góðum sigri á KÁ. Hamar fékk Álftanes í heimsókn og vann stórsigur.

Uppsveitamenn voru sterkari í fyrri hálfleik gegn KÁ á Flúðum, Basilio Jordán þeim yfir á 11. mínútu og undir fyrri hálfleiks bættu Miguel Ortuño og Sergio Fuentes við mörkum fyrir Uppsveitir. Brynjar Bjarkason minnkaði muninn í uppbótartímanum og staðan var 3-1 í leikhléi. Spenna hljóp í leikinn um miðjan seinni hálfleikinn þegar Rómeó Ragnarsson skoraði tvisvar fyrir KÁ og jafnaði 3-3. Bæði lið leituðu að sigurmarkinu og Uppsveitum varð loksins að ósk sinni í uppbótartímanum þegar Matej Kvietok kom boltanum í netið og tryggði heimamönnum 4-3 sigur.

Það voru líka skoruðu sjö mörk á Grýluvelli en Hamarsmenn áttu þau öll. Máni Snær Benediktsson kom Hamri yfir strax á 4. mínútu og Unnar Magnússon bætti við marki á 21. mínútu. Bjarki Rúnar Jónínuson skoraði af vítapunktinum á 33. mínútu og undir lok fyrri hálfleiks bætti Guido Rancez við fjórða markinu og staðan var 4-0 í hálfleik. Eftir rólegar upphafsmínútur í seinni hálfleik skoraði Hamar þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Torfi Már Markússon og Rodrigo Depetris komu boltanum í netið áður en Bjarki Rúnar skoraði annað mark sitt í uppbótartímanum og tryggði Hamri 7-0 sigur.

Eftir leiki dagsins er Hamar áfram í 7. sætinu með 15 stig og Uppsveitir eru enn í botnsætinu, nú með 3 stig.

Önnur úrslit í 11. umferð 4. deildarinnar:

Tindastóll 3 – 1 Vængir Júpíters
1-0 Jón Gísli Stefánsson (‘13)
2-0 David Toro (’55)
2-1 Jónas Breki Svavarsson (’71)
3-1 Arnar Ólafsson (’74)

Fyrri greinMér er meinilla við fugla
Næsta greinÁrborg selur íbúð á Eyrarbakka