Fyrsti sigur Stokkseyringa

Stokkseyri vann sinn fyrsta sigur í Lengjubikar karla í knattspyrnu í vor þegar liðið lagði Afríku, 2-4 á Leiknisvellinum í Reykjavík í dag.

Arnar Þór Halldórsson kom Stokkseyri í 0-1 á 25. mínútu og Bjarki Gylfason bætti við öðru marki á 38. mínútu. Afríka minnkaði muninn á 43. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik.

Lúðvíg Árni Þórðarson kom Stokkseyri í 1-3 í upphafi síðari hálfleiks áður en Bjarki bætti við öðru marki sínu. Liðsmenn Afríku klóruðu hins vegar í bakkann á 89. mínútu og 2-4 urðu lokatölur leiksins.

Þetta var fyrsti sigur Stokkseyringa í riðlinum en þeir eru í 5. sæti hans með 3 stig.

Fyrri greinAllir framboðslistar í Suðurkjördæmi gildir – einstaklingsframboðin ógild
Næsta greinHamarsmenn komnir í sumarfrí