Fyrsti sigur Selfoss í Lengjunni

Selfoss vann sinn fyrsta sigur í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í vor þegar liðið sótti Hauka heim að Ásvöllum.

Lokatölur urðu 1-2 og öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik.

Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir en Haukar náðu að jafna metin áður en Magdalena Reimus skoraði sigurmarkið.

Þrátt fyrir sigurinn er Selfoss ennþá í botnsæti B-deildarinnar, með 3 stig eins og Haukar.