Fyrsti sigur Selfoss í Lengjunni

Selfyssingar unnu öruggan sigur á Þór Akureyri í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur í Boganum á Akureyri urðu 0-2.

Magnús Ingi Einarsson kom Selfyssingum yfir strax á 2. mínútu leiksins og Gylfi Dagur Leifsson tvöfaldaði forskot þeirra vínrauðu skömmu fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur reyndist markalaus og Selfyssingar unnu sinn fyrsta leik í riðlinum.

Það gekk ekki eins vel hjá Árborg í dag í C-deildinni. Liðið mætti Snæfelli /UDN í Akraneshöllinni. Ingvi Rafn Óskarsson kom Árborg yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Snæfellingar skoruðu tvívegis fyrir leikhlé og staðan var 2-1 í hálfleik.

Snæfell bætti svo þriðja markinu við um miðjan seinni hálfleikinn en Árborgarar gerðu vel í að jafna á næstu tíu mínútum og þar var Ingvi Rafn aftur á ferðinni með bæði mörkin. Snæfell átti hins vegar lokaorðið í leiknum en þeir skoruðu 4-3 þegar lítið var eftir af leiknum og þar við sat.

Fyrri greinRichardson með risatvennu
Næsta greinÞórsarar sigruðu nafna sína