Fyrsti sigur Selfoss í deildinni

Selfoss vann öruggan sigur á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar liðin mættust í Vallaskóla. Lokatölur urðu 30-24 en þetta var fyrsti sigur Selfoss í Olís-deildinni í vetur.

Þær vínrauðu skildu Fylki eftir í botnsætinu án stiga en Selfoss er í 7. sæti með 2 stig, eins og Grótta.

Selfoss hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og leiddi 19-7 í leikhléi en nokkuð dró saman með liðunum í seinni hálfleik. Selfoss hafði þó alltaf örugga forystu en að lokum skildu sex mörk liðin að.

Kristrún Steinþórsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru markahæstar Selfyssinga með 8 mörk, Carmen Palamariu skoraði 7, Adina Ghidoarca 4, Dijana Radojevic 2 og Hulda Dís Þrastardóttir 1.

Fyrri greinÓvissustigi aflétt af Mýrdalsjökli
Næsta greinÁrsæll með 10 mörk í tapleik