Fyrsti sigur Selfoss á Stjörnunni

Selfoss vann góðan sigur þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar komu í heimsókn á Selfossvöll í A-deild Lengjubikars kvenna í kvöld.

Lokatölur urðu 2-0 en þetta er í fyrsta skipti sem kvennalið Selfoss nær að vinna Stjörnuna.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfyssinga í hörkuleik en staðan var 1-0 í hálfleik.

Selfoss er með þrjú stig að loknum tveimur leikjum í A-deildinni en það er skammt stórra högga á milli því næsti leikur er næstkomandi föstudagskvöld þegar ÍBV kemur í heimsókn.

Fyrri greinHeitavatnslaust í Ölfusi á þriðjudag
Næsta greinEnginn „Sunnlenskur sveitadagur“ í vor