Fyrsti sigur Mílunnar í rúma þrettán mánuði

Mílan vann virkilega langþráðan sigur í Grill 66 deildar karla í handbolta í kvöld þegar liðið fékk Hvíta riddarann í heimsókn. Lokatölur í Vallaskóla urðu 28-23.

Þetta er fyrsti sigur Mílunnar í rúma þrettán mánuði, en liðið vann síðast leik þann 23. september í fyrra.

Mílan hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins í kvöld og leiddi í leikhléi, 14-9. Hvíti riddarinn náði að minnka muninn í tvö mörk um miðjan síðari hálfleikinn en þá gáfu Mílumenn aftur í og sigruðu að lokum með fimm mörkum.

Páll Bergsson var markahæstur hjá Mílunni með 8 mörk, Andri Hrafn Hallsson skoraði 7/5, Hannes Höskuldsson 4, Sigurður Már Guðmundsson 3, Gunnar Páll Júlíusson 2 og þeir Atli Kristinsson, Ari Sverrir Magnússon, Arnar Freyr Steinarsson og Eyþór Jónsson skoruðu allir 1 mark.

Sverrir Andréasson átti góðan leik í markinu hjá Mílunni og varði 13 skot.

Mílan er nú í 9. sæti Grill 66 deildarinnar með 3 stig að loknum sex leikjum.

Fyrri greinInnsiglingin í Þorlákshöfn dýpkuð
Næsta grein„Selfoss area – stay closer to nature“