Fyrsti sigur KFR

KFR vann sinn fyrsta leik í 3. deild karla í sumar þegar þeir tóku á móti Markaregni á Hvolsvelli.

Hjörvar Sigurðsson kom KFR yfir á fyrstu mínútum leiksins en gestirnir jöfnuðu á 22. mínútu. Hjörvar lét sér ekki segjast og kom KFR aftur yfir á 44. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins.

Baráttan var hörð í síðari hálfleik og bæði lið fengu færi sem ekki nýttust. Lokatölur 2-1.

Fyrri greinSóttu stig til Grindavíkur
Næsta greinÖruggur sigur Ægis