Fyrsti sigur Hrunamanna – dramatík hjá Árborg

Hrunamenn unnu sinn fyrsta sigur í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar botnlið Kónganna kom í heimsókn á Flúðavöll í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus, en í upphafi þess síðari skoraði Heimir Sigurðsson tvívegis fyrir heimamenn með fjögurra mínútna millibili. Guðmundur Karl Eiríksson gerði atlögu á 66. mínútu og boltinn söng í netinu og á 74. mínútu innsiglaði Guðmundur Aron Víðisson 4-0 sigur Hrunamanna.

Það var dramatík hjá Árborg sem mætti Létti á útivelli í toppbaráttu riðilsins. Daníel Ingi Birgisson kom Árborg yfir á 18. mínútu en leiddu 2-1 í leikhléi eftir að hafa skorað tvívegis undir lok fyrri hálfleiks. Það leið og beið í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að Tómas Kjartansson náði að jafna metin fyrir Árborg. Lokatölur 2-2.

Árborg er í 3. sæti C-riðils með 21 stig, en Hrunamenn eru í 7. sætinu með 5 stig.

Fyrri greinKatla aftur orðin græn
Næsta greinLeit hefst í birtingu