Fyrsti sigur Hamars

Kvennalið Hamars vann sinn fyrsta sigur í Domino's-deildinni í körfubolta í vetur þegar liðið fékk KR í heimsókn í kvöld.

Hamar byrjaði betur, komst í 12-5, en KR jafnaði 17-17 áður en 1. leikhluta lauk. Hamarskonur náðu forystunni strax aftur í 2. leikhluta og héldu henni fram að hálfleik, 38-27.

KR-ingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleik en Hamarsvörnin hélt og gestirnir náðu ekki að brúa bilið. Lokatölur urðu 59-51.

Salbjörg Sævarsdóttir var besti maður vallarins en hún skoraði 14 stig fyrir Hamar og tók 20 fráköst auk þess að verja 5 skot. Andrina Renton skoraði sömuleiðis 14 stig, Þórunn Bjarnadóttir 9, Heiða Valdimarsdóttir 8, Katrín Össurardóttir 6 og þær Kristrún Rut Antonsdóttir og Sóley Guðgeirsdóttir skoruðu báðar 4 stig.

Fyrri greinSlæm loftgæði í Hveragerði – og væntanlega víðar
Næsta greinGáfu sjúkraflutningum nýtt hjartahnoðtæki