Fyrsti sigur Hamars – Þór missti af mikilvægum stigum

Franck Kamgain var hársbreidd frá þrefaldri tvennu í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fallnir Hamarsmenn unnu sinn fyrsta leik í vetur í úrvalsdeild karla í körfubolta á meðan Þórsarar töpuðu mikilvægum leik í efri hluta deildarinnar.

Hamar tók á móti Breiðabliki en liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Hamarsmenn voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og leiddu 53-38 í hálfleik. Blikar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleiknum en forskot Hamars var öruggt og þeir sigruðu 104-91 eftir að hafa tapað átján leikjum í röð í deildinni.

Franck Kamgain var stigahæstur hjá Hamri með 37 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Dragos Diculescu skoraði 24 stig og tók 13 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 16 stig, Ragnar Nathanaelsson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst, Aurimas Urbonas skoraði 7 stig, tók 7 fráköst og sendi 8 stoðsendingar og Örn Sigurðarson skoraði 6 stig.

Barist um heimavallarréttinn
Það var meira í húfi í Þorlákshöfn þar sem Þór og Njarðvík mættust en liðin eru að berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Darwin Davis var stigahæstur hjá Þór með 19 stig og 6 stoðsendingar, Nigel Pruitt skoraði 18 stig og tók 13 fráköst, Tómas Valur Þrastarson skoraði 18 stig, Jordan Semple 17 og sendi 9 stoðsendingar og Jose Medina skoraði 12 stig.

Þór er í 4. sæti deildarinnar með 24 stig, eins og Keflavík og Grindavík sem eiga leiki til góða. Hamar er áfram á botninum, nú með 2 stig.

Fyrri greinKótilettu karlakvöld í Tryggvaskála
Næsta greinTapleikur í Hafnarfirði