Fyrsti sigur Hamars í deildinni

Hamar vann sinn fyrsta sigur í vetur í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið Skallagríms í Borgarnesi í gærkvöldi, 93-104

Fyrri hálfleikur var mjög jafn en Skallagrímur leiddi í hálfleik, 50-49. Hamar tók frumkvæðið undir lok 3. leikhluta og hélt forystunni til leiksloka.

Louie Kirkman skoraði 30 stig og tók 10 fráköst fyrir Hamar, Brandon Cotton skoraði 29 og Halldór Gunnar Jónsson skoraði 15. Bjartmar Halldórsson skoraði 14 stig og sendi 12 stoðsendingar, Ragnar Nathanaelsson skoraði 4 eins og Emil Þorvaldsson og Svavar Páll Pálsson en Svavar tók tíu fráköst að auki. Lárus þjálfari Jónsson skoraði 3 stig og Bjarni Rúnar Lárusson komst á blað með 1 stig.

Hamar lyfti sér af botninum upp í 6. sæti með sigrinum.