Fyrsti sigur Hamars í deildinni

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir skoraði annað marka Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann sinn fyrsta leik í 2. deild kvenna í knattspyrnu í sumar þegar Sindri frá Hornafirði kom í heimsókn á Grýluvöll í kvöld.

Sindri komst yfir á 17. mínútu leiksins en Karen Inga Bergsdóttir jafnaði metin fyrir Hamar á 41. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel hjá Hamri því Sindrakonur voru komnar í 1-2 eftir aðeins tvær mínútur. Þá setti heimaliðið í fluggír og skoruðu þrjú mörk. Íris Sverrisdóttir jafnaði 2-2 á 60. mínútu og níu mínútum síðar kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir Hamri í 3-2. Kolbrún Ýr Karlsdóttir innsiglaði svo 4-2 sigur Hamars með síðasta marki leiksins á 81. mínútu.

Hamar er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig og skildi lið Sindra eftir stigalaust í botnsætinu.

Fyrri greinVerulegur misbrestur á sóttvörnum á stórum mótum
Næsta greinKvöldganga í Tumastaðaskógi