Fyrsti sigur Hamars

Guido Rancez skoraði tvisvar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann sinn fyrsta leik í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið fékk KFS í heimsókn á Grýluvöll í Hveragerði.

KFS komst yfir á 14. mínútu eftir mark frá Sæbirni Jóhannssyni og staðan var 0-1 í hálfleik.

Hvergerðingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og eftir þrettán mínútur höfðu Guido Rancez og Rodrigo Depetris skorað og komið Hamri í 2-1. Rancez innsiglaði svo 3-1 sigur Hamars á 75. mínútu.

Þrátt fyrir sigurinn eru Hamarsmenn límdir við botnsæti deildarinnar, með 6 stig. KFS er í hinu fallsætinu með 13 stig.

Fyrri greinUppsveitir undir á Ísafirði
Næsta greinGóður endasprettur tryggði öruggan sigur