Fyrsti sigur FSu í vetur

FSu vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar þeir heimsóttu ÍA á Akranes í gærkvöldi.

Leikurinn var jafn allan tímann en staðan í leikhléi var 38-41, FSu í vil. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en það var ekki fyrr en á síðustu fimm mínútunum að FSu tókst að tryggja sér sigurinn með 3-13 áhlaupi þar sem þeir breyttu stöðunni úr 74-74 í 77-87. Skagamenn skoruðu svo síðustu körfu leiksins og lokatölur urðu 80-87.

Jett Speelman og Hlynur Hreinsson voru bestu menn FSu í leiknum og Florian Jovanov átti sömuleiðis ágætan leik.

FSu hefur núna tvö stig í 8. sæti deildarinnar en Skagamenn eru einir og yfirgefnir á botninum án stiga.

Tölfræði FSu: Jett Speelman 26/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 17/5 fráköst, Ari Gylfason 15, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 11, Maciek Klimaszewski 9, Florijan Jovanov 7/11 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 2.

Fyrri greinHamar skreið framúr í lokin
Næsta greinFriðheimar fengu nýsköpunar-verðlaun SAF