Fyrsti leikur Árborgar í 2. deild

Knattspyrnufélag Árborgar lék sinn fyrsta leik í 2. deild karla í dag þegar liðið heimsótti Njarðvík. Heimamenn sigruðu 4-2 í fjörugum leik.

Árborgarar byrjuðu betur og Ólafur Tryggvi Pálsson kom þeim yfir um miðjan fyrri hálfleik með skallamarki eftir hornspyrnu. Njarðvíkingar voru fljótir að jafna en jöfnunarmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Njörður Steinarsson braut af sér innan teigs. Njarðvíkingar bættu svo öðru marki við en staðan var 2-1 í hálfleik.

Jón Auðunn Sigurbergsson jafnaði leikinn fyrir Árborg í upphafi seinni hálfleiks en Njarðvík komst yfir aftur strax í næstu sókn. Árborgarliðið sótti nokkuð í stöðunni 3-2 og kom fjórða og síðasta mark Njarðvíkinga nokkuð gegn gangi leiksins þegar um fimmtán mínútur voru eftir.

Fyrri greinHamar tapaði heima
Næsta greinReynir með öll mörk KFR