Fyrsti Íslandsmeistaratitill Heklu í borðtennis

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramót í borðtennis fram í Reykjavík þar sem Umf. Hekla eignaðist sinn fyrsta Íslandsmeistara.

Þorgils Gunnarsson varð íslandsmeistari í einliðaleik í flokki 11 ára og yngri hnokka. Aron Birkir Guðmundsson úr Heklu varð í 3. – 4. sæti í sama flokki.

Íþróttafélagið Dímon átti líka keppendur í verðlaunasætum á mótinu. Ástríður Sveinsdóttir varð í 3. – 4. sæti í einliðaleik stúlkna 2-13 ára. Hún varð einnig í 3. – 4. sæti í tvíliðaleik í sama flokki með Fanndísi Hjálmarsdóttur. Þá urðu Fanndís og Matthías Jónsson í 3. – 4. sæti í tvenndarleik í 12 – 13 ára flokki.