Fyrsti aðalfundurinn í þrettán ár

Aðalfundur Umf. Ásahrepps var haldinn í Ásgarði þann 15. febrúar sl. Félagið hefur lítið starfað undanfarin ár, en ekki hefur verið haldinn aðalfundur í félaginu síðan í apríl árið 1999.

Nítján manns mættu á aðalfundinn og urðu ágætar umræður um framtíð félagsins og mest var rætt um félagsheimilið Ásgarð sem er í eigu félagsins.

Ný stjórn félagsins var kosin á fundinum og hana skipa þau Jakob Sigurjón Þórarinsson í Áskoti, formaður. Hulda Brynjólfsdóttir á Tyrfingsstöðum, ritari og Pétur Einarsson í Vörðuholti, gjaldkeri. Varastjórn skipa þau Fanney Karlsdóttir í Einholti, Brynja Dögg Ólafsdóttir á Berustöðum og Einar Þórarinsson á Skammalæk.

Fyrri greinSólarferð fær frábæra dóma
Næsta greinAðgengi og aðstaða í skógum styrkt