Fyrsta tap Selfoss

Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Selfoss tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæinn.

Leikurinn var jafn og fjörugur á upphafsmínútunum en Stjarnan varð fyrri til að skora, á 17. mínútu en bæði lið fengu ágætis hálffæri í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik en strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks jafnaði Miranda Nild með laglegu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Brenna Lovera.

Lovera var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar þegar hún slapp innfyrir eftir sendingu frá Nild, en Chanté Sandiford varði dauðafærið vel í marki Stjörnunnar. Fimm mínútum síðar komst Stjarnan yfir eftir klafs í vítateig Selfoss og þremur mínútum fyrir leikslok bættu þær þriðja markinu við. Lokatölur 3-1 og fyrsta tap Selfoss í deildinni í sumar staðreynd.

Staðan í deildinni er hnífjöfn frá efsta sætinu og nánast niður í það sjötta en Selfoss er nú í 3. sæti með 11 stig og Stjarnan í 4. sæti með 12 stig.

Fyrri greinHeiðrún Anna sigraði á fyrsta stigamóti ársins
Næsta greinGrýlupottahlaup 5/2022 – Úrslit