Fyrsta tap Selfoss í deildinni

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar þegar þær sóttu Breiðablik heim á Kópavogsvöll. Lokatölur urðu 4-1.

Selfoss byrjaði illa og Blikar voru komnir í 2-0 eftir rúmar tíu mínútur. Guðmunda Brynja Óladóttir minnkaði muninn í 2-1 á 32. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Breiðablik bætti þriðja markinu við á upphafsmínútum síðari hálfleiks og þær innsigluðu sigurinn svo endanlega á 68. mínútu og lokatölur urðu 4-1. Selfossliðið gafst þó aldrei upp og sótti mikið og fékk nokkur færi á að bæta við mörkum en inn vildi boltinn ekki.

„Við byrjuðum leikinn ekki vel og gerðum klaufaleg mistök sem kostuðu okkur mikið en þegar við hristum það af okkur þá fannst mér leikurinn heilt yfir nokkuð góður,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, eftir leik.

Fyrri greinSigurður og Ragnheiður fá ráðherrastóla
Næsta greinStokkseyringar töpuðu í Vogunum