Fyrsta tap Selfoss á heimavelli

Selfoss tapaði 18-23 þegar Íslandsmeistarar Gróttu komu í heimsókn í Vallaskóla í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag.

Lítið var skorað í upphafi leiks, varnir og markvarsla í hávegum höfð en Grótta hafði frumkvæðið framan af leiknum. Staðan var 9-10 í hálfleik.

Grótta náði þriggja marka forskoti, 11-14, í upphafi síðari hálfleiks og leiddi allan seinni hálfleikinn. Lokatölur urðu 18-23 í fyrsta tapi Selfoss á heimavelli í vetur.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 11 mörk, Adina Ghidoarca skoraði 5 og þær Perla Ruth Albertsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en lið Gróttu er ennþá ósigrað með 12 stig.