Fyrsta tap KFR – Stokkseyri steinlá

KFR tapaði sínum fyrsta leik í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stokkseyri fékk skell á heimavelli í 4. deildinni.

Stokkseyringar tóku á móti ÍH sem fór á topp riðilsins með 2-8 sigri í leiknum. Staðan var 1-3 í hálfleik en Þóhallur Aron Másson og Örvar Hugason skoruðu mörk Stokkseyringa.

Í Boganum á Akureyri mættust Magni frá Grenivík og KFR. Magni komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Haukur Ingi Gunnarsson minnkaði muninn fyrir KFR á 62. mínútu. Heimamenn skoruðu svo þriðja markið í uppbótartíma og sigruðu 3-1.

Þetta var fyrsta tap KFR í deildinni en með sigrinum fór Magni í toppsæti deildarinnar með 10 stig. KFR hefur 9 stig í 2. sæti.

Rangæingar verða á Akureyri um helgina en liðið leikur gegn Völsungi á Húsavík á sunnudaginn kl. 14.

Fyrri greinHSK sækir um ULM og Landsmót 50+
Næsta greinHálandaleikar á Selfossi á sunnudag