Fyrsta tap Hamars á heimavelli

Hamar tapaði sínum fyrsta heimaleik í vetur í 1. deild karla í körfubolta þegar Valur kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í kvöld. Lokatölur urðu 91-110.

Leikurinn var jafn allan tímann en Hvergerðingar gáfu eftir í seinni hálfleik og í síðasta fjórðungnum náðu Valsmenn að gera út um leikinn. Um miðjan 4. leikhluta var staðan 83-89 en Valur tók þá 4-15 áhlaup og þar með var von Hamarsmanna úti.

Örn Sigurðarson var stigahæstur Hamarsmanna með 26 stig, Julian Nelson skoraði 18, Þorsteinn Gunnlaugsson 16 auk þess að taka 17 fráköst, Snorri Þorvaldsson 14, Kristinn Ólafsson 12, Halldór Gunnar Jónsson 3 og Bjartmar Halldórsson 2.
Fyrri greinStórsigur hjá Þórsurum
Næsta greinTíu vindmyllur til viðbótar