Fyrsta tap Hamars

Unnar Magnússon skoraði mark Hamars úr vítaspyrnu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði sínum fyrsta leik í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti KH að Hlíðarenda.

Hamar og KH eru að berjast um efsta sætið í riðlinum og eftir 2-1 sigur í kvöld stendur KH betur að vígi, þó að Hamar sé enn í toppsætinu. Hamar hefur 23 stig en KH er í 2. sæti með 22 stig og á tvo leiki til góða á Hvergerðinga.

KH komst yfir á 34. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks og heimamenn tvöfölduðu forystuna strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Það var ekki fyrr en á lokamínútu leiksins að Hamri tókst að klóra í bakkann en þeir fengu þá dæmda vítaspyrnu sem Unnar Magnússon skoraði úr.

Fyrri greinUSVS með tvö lið á Smábæjarleikunum
Næsta greinSkipulagið til fyrirmyndar