Fyrsta tap Ægis í sumar

Ægir tapaði fyrsta leik sínum í sumar í 3. deild karla í knattspyrnu þegar liðið fékk botnlið KFS í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í gær.

Gestirnir skoruðu eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat, lokatölur 0-1.

Þrátt fyrir tapið sitja Ægismenn áfram í 2. sæti deildarinnar með 16 stig, en liðin fyrir neðan eiga flest leik til góða. KFS lyfti sér upp úr botnsætinu með sigrinum og er nú í 10. sæti með 7 stig.

Fyrri greinTokic með þrennu gegn gömlu félögunum
Næsta greinRæktó borar í Skagafirðinum