Fyrsta stig Hamars

Hamarskonur náðu í stig í dag. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar náði í sitt fyrsta stig í 2. deild kvenna í knattspyrnu í dag þegar liðið heimsótti ÍH í Skessuna í Hafnarfirði.

Ásta Sól Stefánsdóttir kom Hamri yfir á 21. mínútu en ÍH jafnaði rúmum tíu mínútum síðar og þar við sat. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki þrátt fyrir ágætar sóknir á báða bóga.

Hamar er í 7. sæti deildarinnar með 1 stig, sæti ofar en ÍH sem einnig náði í sitt fyrsta stig í dag.

Fyrri greinSumarlestur í Sunnulæk
Næsta greinÍ görðum safnsins með Hafsteini Hafliðasyni