Fyrsta stig Árborgar

Árborg og Reynir S. skildu jöfn í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag, 0-0.

Fyrri hálfleikur var fjörugur og bæði lið fengu nokkur dauðafæri. Reynismenn áttu fleiri færi en Steinar Örn Stefánsson fór mikinn í marki Árborgar og varði oft vel.

Reynismenn voru meira með boltann í seinni hálfleik en bæði lið fengu færi á að skora sigurmarkið. Árborgarar luku leik einum færri eftir að Hartmann Antonsson var sendur í sturtu þremur mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsta stig Árborgar í riðlinum en liðið er í 5. sæti hans með 1 stig.