Fyrsta mót Æsku Suðurlands á Flúðum

sunnlenska.is/Jóhanna SH

Fyrsta mót „Æsku Suðurlands“ verður haldið í reiðhöllinni á Flúðum sunnudaginn 3. mars og hefst kl 11:00. Mótið er í umsjón Smára, Loga og Trausta.

Á mótinu munu börn keppa í þrígangi og smala, unglingar í fjórgangi V2 og smala og ungmenni í fjórgangi V1 og smala.

Boðið verður upp á æfingatíma í smalanum föstudaginn 1. mars frá kl 17.00 og einnig á sunnudagsmorgun frá kl 8.00 – 10.45 í reiðhöllinni á Flúðum.

Æska Suðurlands er samvinnuverkefni hestamannafélaga á Suðurlandi; Smára, Loga, Trausta, Sleipnis, Ljúfs, Háfeta, Geysis og Sindra.Verkefnið er keppnismótaröð fyrir æskuna í þessum hestamannafélögum sem telur þrjá sunnudaga og sex keppnisgreinar. Mótið á Flúðum er hið fyrsta í röðinni en síðan verður keppt í Rangárhöllinni á Hellu 17. mars og í Sleipnishöllinni á Selfossi 31. mars.

Skráning fyrir þrígang og fjórgang á mótinu á Flúðum verður í Sportfeng. Þrígangur er skráð sem T3. Skráningar í smalanum verður á smarakrakkar@gmail.com og skráningargjald lagt inn á 325-26-39003 kt 431088-1509 og þarf að senda kvittun sem staðfestingu á sama netfang. Opnað verður fyrir skráningar á mánudaginn 25/2 og skráningarfrestur er til fimmtudaginn 28/2 kl 20.00.

Fyrri grein„Höfum heyrt að fólkið í Þorlákshöfn sé frábært“
Næsta greinSkráning hafinn í Frjálsíþróttaskólann