Fyrsta HSK mótið í Selfosshöllinni

Selfoss vann stigakeppni félaga með 241 stig. Ljósmynd/HSK

Aldursflokkamót HSK 11-14 ára í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Selfosshöllinni dagana 1. og 2. mars sl. 55 keppendur frá fimm félögum mættu til leiks og tókst framkvæmdin með ágætum.

Á mótinu var keppt í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, hástökki, langstökki og kúluvarpi. Selfyssingar unnu flesta HSK meistaratitla eða 16 talsins, Dímon vann átta, Þjótandi fimm og Garpur fjóra. Selfoss vann stigakeppni félaga með 241 stig, Þjótandi varð í öðru sæti með 148,5 stig og Dímon kom þar á eftir með 105,5 stig.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér.

Fyrri greinLátum verkin tala
Næsta greinHrunamenn mörðu ÍA – Selfoss og Hamar töpuðu