Fyrsta HSK met Kristófers Árna

Kristófer Árni Jónsson á Meistaramóti Íslands á Egilsstöðum í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjöldi keppenda af sambandssvæði HSK tók þátt í Gaflaranum sem haldinn var í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins.

Eitt HSK met var sett á mótinu, en Kristófer Árni Jónsson úr Umf. Heklu bætti HSK metið í 400 metra hlaupi pilta 11 ára innanhúss.

Kristófer Árni hljóp hringina tvo á 69,69 sek og bætti tveggja ára gamalt met Daða Kolviðs Einarssonar um 0,36 sek, en gamla metið var 70,05 sek.

Þetta er fyrsta HSK metið sem Kristófer setur, en rétt er að geta þess að ekki eru skráð landsmet og HSK met fyrr en við 11 ára aldur.

Fyrri greinJólabingó á Borg
Næsta greinVel heppnað borðtennismót á Hvolsvelli