Fyrirmyndar frammistaða á GK-móti

Ljósmynd/Hamar

Laugardaginn 10. febrúar síðastliðinn sendi fimleikadeild Hamars í Hveragerði tvö lið á GK-mótið í stökkfimi yngri. Alls mættu 21 lið til leiks.

Annað lið Hamars hreppti 10. sætið og hitt lið Hamars nældi í gullverðlaun bæði á trampólíni og í samanlögðum árangri og sigruðu þar á mótinu.

Í tilkynningu frá Hamri segir að bæði lið hafi staðið sig ótrúlega vel og voru þau til fyrirmyndar fyrir samheldni og góða liðsheild.

Ljósmynd/Hamar
Fyrri greinValgerður hársbreidd frá bronsinu á EM
Næsta greinFrískir Flóamenn og BFÁ vinna áfram við Laugavegshlaupið