Undir lok leiks Grindavíkur og Selfoss í 1. deild karla í gærkvöldi var Jón Vignir Pétursson, fyrirliði Selfoss, fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hafa lent illa eftir návígi.
Við nánari skoðun kom í ljós að Jón Vignir fór úr ökklalið og fótbrotnaði.
Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Selfoss segir að Jón Vignir muni á næstu dögum gangast undir aðgerð. Selfyssingar vilja koma fá framfæri þakklæti til liðs Grindavíkur, vallarstarfsmanna og annarra sem komu til hjálpar í gærkvöldi við krefjandi aðstæður.
Selfoss sigraði 0-2 en leikurinn fór fram á Vogaídýfuvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd.
