Fyrirlestur um íþróttameiðsli fyrir íþróttaakademíur Fsu

Nemendur íþróttaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa síðustu vikur setið fyrirlestur og verklega tíma í íþróttameiðslum með Jóni Birgi Guðmundssyni, sjúkraþjálfara.

Fyrirlestrarnir eru hluti af starfi íþróttaakademíanna þótt nemendur mæta á þá eftir almennt skólastarf. Að þessu sinni fengu nemendur almennan fyrirlestur um íþróttameiðsl og síðan verklega kennslu í að teipingum. Í fyrirlestrinum var farið í algengustu meiðsli, orsakir og afleiðingar sem og hvernig á að vinna sig út úr meiðslum.

Stefnt er að því að vera með fleiri sambærilega fyrirlestra í akademíunum eftir áramót og taka þá fyrir aðra mikilvæga þætti líkt og mataræði, markmiðasetningu o.fl.

Fyrri greinSilja Dögg: Glíman hafin – en henni er ekki lokið
Næsta greinGóðu ári fagnað