Fýluferð í Fellabæ

Leikmannafundur hjá KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu 5. deildar karla í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Spyrni frá Egilsstöðum á Fellavöll í dag.

Spyrnir gerði út um leikinn með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og lokatölur leiksins urðu 2-0.

Staðan í B-riðlinum er þannig að KFR er í 3. sæti með 12 stig en Spyrnir í 2. sæti með 13 stig. Rangæingar eiga hins vegar leik til góða á Héraðsbúa.

Fyrri greinÁgúst hættir hjá KS
Næsta greinSvanhildur nýr formaður LeiðtogaAuða