Fundur með félögum í uppsveitum

Stjórn HSK ákvað fyrr á þessu ári að halda fundi víðsvegar um sambandssvæðið með forystu aðildarfélaga HSK, sem starfa á viðkomandi svæði.

Fundur með aðildarfélögunum sem starfa í uppsveitum Árnessýslu var haldinn á Laugarvatni í síðustu viku.

Forysta HSK kynnti starfsemi og verkefni sambandsins og þá kynntu félögin helstu verkefni sem unnið er að um þessar mundir.

Fundurinn tókst vel og munu fleiri fundir verða haldnir í vetur. Þess má geta að sambærilegur fundur var haldinn á Hellu sl. vor.

Fyrri greinPrestakallið ekki lagt niður
Næsta greinKarlmannsleysi hrjáir Ölfusinga