FSu tapaði stórt

Kvennalið FSu/Hrunamanna er úr leik í Poweradebikar kvenna í körfubolta eftir stórt tap gegn Njarðvík í 16-liða úrslitum í gærkvöldi.

Eftir fimm mínútna leik var staðan 13-10 en þá tóku Njarðvíkingar 13-2 áhlaup og staðan var 26-12 eftir 1. leikhluta. Njarðvík bætti um betur í 2. leikhluta og staðan var 54-25 í hálfleik.

FSu/Hrunamenn skoraði aðeins ellefu stig gegn úrvalsdeildarliðinu í síðari hálfleik svo að forskot Njarðvíkur jókst jafnt og þétt. Lokatölur voru 93-36.

Jasmine Alston var stigahæst hjá FSu/Hrunamönnum með 14 stig, Elma Jóhannsdóttir skoraði 7, Margrét Hrund Arnarsdóttir 5, Hafdís Ellertsdóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir og Andrea Ýr Úlfhéðinsdóttir skoruðu allar 2 stig og Valgerður Káradóttir 1.

Fyrri greinGolfklúbbur Selfoss lækkar félagsgjöldin
Næsta greinÖruggt hjá Selfyssingum