FSu tapaði á Egilsstöðum

Lið FSu beið lægri hlut þegar liðið heimsótti Hött á Egilsstaði í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi, 108-93.

Hattarmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 26-18 að loknum 1. leikhluta. Staðan í hálfleik var 59-43 en FSu klóraði í bakkann í 3. leikhluta og minnkaði muninn í níu stig, 79-68. Heimamenn reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum og höfðu að lokum fimmtán stiga sigur.

Daði Berg Grétarsson var stigahæstur hjá FSu með 31 stig, Matt Brunell skoraði 28 og Ari Gylfason 19 en Ari spilaði aðeins fyrri hálfleikinn þar sem hann fór úr axlarlið í leiknum.

Fyrri greinHrafnhildur Lilja: Af geðsjúkdómum og staðalímyndum – Að segja eða þegja?
Næsta greinHrafnhildur Hanna og Ægir fimleikafólk ársins