FSu tapaði gegn toppliðinu

FSu sótti Skallagrím heim í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Borgnesingar unnu öruggan sigur 111-83.

Fyrri hálfleikur var jafn en staðan í leikhléi var 50-45. Í seinni hálfleik var vörn FSu liðsins hins vegar hriplek en heimamenn skoruðu 61 stig í síðustu tveimur leikhlutunum.

Ari Gylfason var bestur í liði FSu í kvöld og Florian Jovanov átti ágætan leik sömuleiðis.

Tölfræði FSu: Ari Gylfason 29, Charles Jett Speelman 17/5 fráköst, Florijan Jovanov 16/4 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 6, Hlynur Hreinsson 6/8 stoðsendingar, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 4, Jörundur Snær Hjartarson 3, Maciek Klimaszewski 2/4 fráköst.

Fyrri greinLyngdalsheiði lokuð
Næsta greinFyrirmyndardagurinn haldinn í þriðja sinn